Höfðahlíð - umsókn um byggingarleyfi fyrir leikskóla

Málsnúmer 2020010175

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 757. fundur - 06.02.2020

Erindi dagsett 9. janúar 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu leikskóla við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 763. fundur - 02.04.2020

Erindi dagsett 9. janúar 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu leikskóla á lóð Glerárskóla við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 4. mars 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 764. fundur - 17.04.2020

Erindi dagsett 1. apríl 2020 þar sem Andrea Sif Hilmarsdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að hefja jarðvinnu vegna byggingar leikskóla á lóð Glerárskóla við Höfðahlíð á grundvelli byggingarleyfisumsóknar.
Byggingarfulltrúi hefur samþykkt erindið þann 7. apríl 2020 með fyrirvörum sem fram koma í umsögn slökkviliðsins um aðkomu að byggingum á lóðinni.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 764. fundur - 17.04.2020

Erindi dagsett 9. janúar 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu leikskóla á lóð Glerárskóla við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 15. apríl 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 829. fundur - 02.09.2021

Erindi dagsett 9. janúar 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum fyrir byggingu leikskóla á lóð Glerárskóla við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomar nýjar teikningar 1. september 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.