Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

763. fundur 02. apríl 2020 kl. 13:00 - 14:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Krossanes 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020214Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2020 þar sem Ari Elísson fyrir hönd Olíudreifingar ehf., kt. 660695-2069, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum vegna tilfærslu olíugeymis nr. 14 á lóð nr. 5 við Krossanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hjört Stefánsson. Innkomnar nýjar teikningar 19. mars 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Höfðahlíð Leikskóli - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020010175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu leikskóla á lóð Glerárskóla við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 4. mars 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Glerárgata 36 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020010631Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. janúar 2020 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson fyrir hönd Festi fasteigna ehf., kt. 581113-1100, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 36 við Glerárgötu. Fyrirhugað er að koma fyrir þjónustuverslun N1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Guðmund Odd Víðisson. Innkomnar nýjar teikningar 20. mars 2020 og uppfærð brunahönnun þann 23. mars 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Skipagata 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030144Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2020 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd BRG 2017 ehf., kt. 410915-1460, sækir um byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu vestan við húsið og breytingum með íbúðum á efri hæðum húss nr. 12 við Skipagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í meðfylgjandi skoðunarskýrslu.

5.Þórunnarstræti 134 - umsókn um breytingu á gluggum

Málsnúmer 2020030682Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2020 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Húsfélagsins Þórunnarstrætis 134, kt. 650585-0389, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 134 við Þórunnarstræti. Fyrirhugað er að stækka opnanleg fög á gluggum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Fossagil 10 - bílgeymsla - byggingarleyfi

Málsnúmer BN070294Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Ágústu Hrannar Kristinsdóttur og Ægis Jóhannssonar sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktri bílgeymslu við hús nr. 10 við Fossagil. Fyrirhugað er að breyta bílgeymslunni í herbergi og breyta útliti og gera tengingu við íbúðina. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:00.