Samþætting þjónustu við eldra fólk

Málsnúmer 2019110041

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1311. fundur - 20.11.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 3. nóvember 2019 varðandi samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Þórdís Rósa Sigurðardóttir forstöðumaður stoðsviðs og verkefnastjóri á búsetusviði, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskylduviðs og Guðrún Guðmundsdóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir og leggur til við bæjarstjórn að nú þegar verði teknar upp viðræður við heilbrigðisráðuneytið um þróunar- og þjónustusamning um að Akureyrarbær taki að nýju við rekstri heimahjúkrunar á Akureyri.

Öldungaráð - 4. fundur - 09.12.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 3. nóvember 2019 varðandi samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, kynnti málið.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.
Öldungaráð styður eindregið við tillögu velferðarráðs Akureyrar þar sem lagt er til við bæjarstjórn Akureyrar að nú þegar verði teknar upp viðræður við heilbrigðisráðuneytið um þróunar- og þjónustusamning um að Akureyrarbær taka að nýju við rekstri heimahjúkrunar á Akureyri frá 1. september 2020.