Opnun rafhlaupahjólaleigu á Akureyri - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2019100036

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Erindi dagsett 1. október 2019 þar sem Jóhannes Ólafsson leggur fram fyrirspurn um rekstur rafhlaupahjólaleigu á Akureyri. Til upplýsinga eru nýsamþykktar reglur Reykjavíkurborgar um slík farartæki.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið. Skipulagsráð felur skipulagssviði og umhverfis- og mannvirkjasviði að gera tillögu að verklagsreglum um slíka starfsemi í landi Akureyrarbæjar.