Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hlíðahverfis var auglýst frá 14. ágúst til 25. september 2019. Í breytingunni felst að afmörkun skipulagssvæðisins breytist til samræmis við deiliskipulag skólasvæðis við Höfðahlíð. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2019:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hlíðahverfis var auglýst frá 14. ágúst til 25. september 2019. Í breytingunni felst að afmörkun skipulagssvæðisins breytist til samræmis við deiliskipulag skólasvæðis við Höfðahlíð. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista sátu hjá við afgreiðslu.
Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista óska bókað: Við getum ekki samþykkt þessa tillögu þar sem staðsetning leikskólabyggingarinnar er ekki í samræmi við hugmyndir okkar og þær hugmyndir sem komu fyrst fram. Þá er hönnunin ekki í samræmi við það sem farið var af stað með í upphafi þar sem lögð var áhersla á samlegð með Glerárskóla. Við leggjum samt áherslu á nauðsyn þess að ný leikskólabygging rísi sem fyrst og hörmum það hvað þessi bygging og það sem henni fylgir hefur dregist á langinn.