Glerárgil - breyting á deiliskipulagi v/Glerárskóla

Málsnúmer 2019080178

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Glerárgils var auglýst frá 14. ágúst til 25. september 2019. Í breytingunni felst að afmörkun skipulagssvæðisins breytist til samræmis við deiliskipulag skólasvæðis við Höfðahlíð. Ein athugasemd barst við breytinguna og er hún meðfylgjandi ásamt tillögu að umsögn Akureyrarbæjar um hana.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að svari við athugasemd verði samþykkt og að deiliskipulagstillagan verði samþykkt, með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomna athugasemd, og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3461. fundur - 15.10.2019

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2019:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Glerárgils var auglýst frá 14. ágúst til 25. september 2019. Í breytingunni felst að afmörkun skipulagssvæðisins breytist til samræmis við deiliskipulag skólasvæðis við Höfðahlíð. Ein athugasemd barst við breytinguna og er hún meðfylgjandi ásamt tillögu að umsögn Akureyrarbæjar um hana.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að svari við athugasemd verði samþykkt og að deiliskipulagstillagan verði samþykkt, með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomna athugasemd, og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 8 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista óska bókað: Við getum ekki samþykkt þessa tillögu þar sem staðsetning leikskólabyggingarinnar er ekki í samræmi við hugmyndir okkar og þær hugmyndir sem komu fyrst fram. Þá er hönnunin ekki í samræmi við það sem farið var af stað með í upphafi þar sem lögð var áhersla á samlegð með Glerárskóla. Við leggjum samt áherslu á nauðsyn þess að ný leikskólabygging rísi sem fyrst og hörmum það hvað þessi bygging og það sem henni fylgir hefur dregist á langinn.