Endurbætur á bílaplani Hjalteyrargötu 12 - styrkur

Málsnúmer 2019070147

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 59. fundur - 05.07.2019

Björgunarsveitin Súlur óskar eftir að Akureyrarbær komi að framkvæmd við bílaplan við Hjalteyrargötu 12.

Á sínum tíma, þegar aðkoman sunnan og vestan við húsið var lagfærð kom Akureyrarbær til móts við Súlur með myndarlegum hætti, ekki í formi peningastyrks heldur með vinnuframlagi og efni. Í meðfylgjandi kostnaðaráætlun kemur fram að fínjöfnun og malbikun er stór hluti af kostnaði þessa verks og þess er því hér með óskað að Akureyrarbær styrki Súlur á sama máta og seinast, með því að leggja til efni og vinnu við ofangreinda verkþætti auk uppsteypu kantsteina.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3648. fundur - 15.08.2019

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 5. júlí 2019:

Björgunarsveitin Súlur óskar eftir að Akureyrarbær komi að framkvæmd við bílaplan við Hjalteyrargötu 12. Á sínum tíma, þegar aðkoman sunnan og vestan við húsið var lagfærð kom Akureyrarbær til móts við Súlur með myndarlegum hætti, ekki í formi peningastyrks heldur með vinnuframlagi og efni. Í meðfylgjandi kostnaðaráætlun kemur fram að fínjöfnun og malbikun er stór hluti af kostnaði þessa verks og þess er því hér með óskað að Akureyrarbær styrki Súlur á sama máta og seinast, með því að leggja til efni og vinnu við ofangreinda verkþætti auk uppsteypu kantsteina.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar umhverfis-og mannvirkjaráðs fyrir næsta ár.

Bæjarráð - 3665. fundur - 12.12.2019

Tekin fyrir að nýju beiðni Súlna Björgunarsveitar um að Akureyrarbær komi að framkvæmd við bílaplan við Hjalteyrargötu 12. Málið var áður á dagskrá ráðsins 15. ágúst sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að styrkja Súlur um 1,5 milljónir króna vegna framkvæmdanna sem færist af styrkveitingum bæjarráðs.