Umhverfisþing barna og ungmenna á Akureyri

Málsnúmer 2019040160

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 8. fundur - 12.04.2019

Formaður fræðslusráðs gerði grein fyrir tillögu um að haldið verði umhverfisþing barna og ungmenna á Akureyri.
Fræðsluráð leggur til að leitað verði eftir samvinnu við samfélagssvið, umhverfis- og mannvirkjasvið og ungmennaráð um að haldið verði umhverfisþing barna og ungmenna á Akureyri sem tengist jafnframt verkefnum í leik- og grunnskólum.

Sviðsstjóra fræðslusviðs er falið að vinna málið áfram.