Skólamáltíðir

Málsnúmer 2019030412

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 8. fundur - 12.04.2019

Þann 4. apríl 2019 vísaði bæjarráð 5. lið fundargerðar bæjarstjórnar unga fólksins frá 26. mars 2019 um skólamáltíðir til fræðsluráðs.

Lagt var fram minnisblað með samantekt á stöðu mötuneyta í leik- og grunnskólum.
Fræðsluráð samþykkir að komið verði á virku og reglubundnu eftirliti með matseðlum leik- og grunnskóla, hráefni og gæðum matarins.

Starfsfólki skrifstofu fræðslusviðs er falið að leggja fram tillögu að framkvæmd eftirlitsins.