Samantekt ástands húsnæðis Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019030349

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 53. fundur - 01.04.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 29. mars 2019 varðandi samantekt á ástandi eigna Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 56. fundur - 17.05.2019

Úttekt á ástandi húsnæðis grunn- og leikskóla í eigu bæjarins með tilliti til rakaskemmda.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að leitað verði til óháðra aðila til þess að gera úttekt á loftgæðum og hugsanlegri myglu innan skólamannvirkja Akureyrarbæjar. Byrjað verði á að skoða húsnæði Oddeyrarskóla og Brekkuskóla. Áætlaður kostnaður við úttektina á þessum tveimur mannvirkjum er um 3 milljónir króna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 60. fundur - 16.08.2019

Kynning á niðurstöðum ástandsskoðana í Brekkuskóla og Oddeyrarskóla.