Gásakaupstaður - framtíð sjálfseignarstofununarinnar og Miðaldadaga

Málsnúmer 2019030230

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 276. fundur - 16.04.2019

Erindi dagsett 18. mars 2019 frá Kristínu Sóleyju Björnsdóttur f.h. stjórnar Gásakaupstaðar ses þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíð verkefnisins sem og kynningu á stöðu mála.

Kristín Sóley Björnsdóttir formaður stjórnar og fulltrúi Akureyrarbæjar og Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Gásakaupstað ses mættu á fundinn.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar greinargóða kynningu og samþykkir að vísa erindinu til verkefnastjórnar um gerð safnastefnu Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3677. fundur - 02.04.2020

Lagt fram erindi dagsett 24. mars 2020 frá stjórn Gásakaupstaðar ses. þar sem óskað er viðbragða Akureyrarbæjar, sem stofnfjáreiganda, við tillögu stjórnar um að á fyrirhuguðum aukaaðalfundi félagsins verði stofnuninni slitið. Í kjölfarið er lagt til að eigendur stofnunarinnar geri með sér samstarfssamning um framkvæmd og fjármögnun Miðaldadaga.

Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma í erindinu um að sjálfseignarstofnunni verði slitið en lýsir jafnframt yfir vilja til að gera þriggja ára samstarfssamning um Miðaldadaga að því gefnu að aðrir stofnaðilar Gásakaupstaðar ses. taki þátt í verkefninu. Framlag til samstarfssamningsins verði 1 milljón króna á árinu 2020 og rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Stjórn Akureyrarstofu - 297. fundur - 16.04.2020

Lagt fram til kynningar svarbréf bæjarráðs dagsett 2. apríl 2020 til stjórnar Gásakaupstaða ses þar sem samþykktar eru tillögur um að sjálfseignarstofnuninni verði slitið og jafnframt lýst yfir vilja til að gera þriggja ára samstarfssamning um Miðaldadaga að því gefnu að aðrir stofnaðilar Gásakaupstaðar ses taki þátt í verkefninu. Framlag til samstarfssamningsins verði 1 milljón króna á árinu 2020 og rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnun að undirbúa drög að samningi vegna Miðaldadaga.

Stjórn Akureyrarstofu - 298. fundur - 14.05.2020

Erindi dagsett 7. maí 2020 frá Kristínu Sóleyju Björnsdóttur formanni stjórnar Gásakaupstaðar ses, þar sem tilkynnt er að Miðaldadagar 2020 verða ekki haldnir sökum COVID-19.