Umsóknir um stofnframlög 2019

Málsnúmer 2019030070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3631. fundur - 14.03.2019

Erindi dagsett 6. mars 2019 þar sem Brynja Hússjóður ÖBÍ sækir um stofnframlag frá Akureyrarbæ vegna kaupa á 10 2ja herbergja íbúðum.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að veita vilyrði fyrir stofnframlagi. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna þessa í fjárhagsáætlun ársins 2019. Jafnframt skorar bæjarráð á Íbúðalánasjóð að hann taki jákvætt í umsókn Brynju hússjóðs og vísar í bókun bæjarráðs frá 21. febrúar sl. vegna höfnunar Íbúðalánasjóðs á fyrri umsókn Brynju.