Búnaðarkaup vegna fræðsluráðs

Málsnúmer 2019020414

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 51. fundur - 01.03.2019

Lögð fyrir ráðið beiðni fræðsluráðs til búnaðarkaupa fyrir árið 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni fræðsluráðs til búnaðarkaupa að upphæð kr. 36,2 milljónir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 51. fundur - 01.03.2019

Lögð fyrir ráðið beiðni frístundaráðs til búnaðarkaupa fyrir árið 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Lögð fyrir ráðið beiðni Menningarfélags Akureyrar til búnaðarkaupa fyrir árið 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir forgangsröðun á beiðnum til búnaðarkaupa frá Menningarfélagi Akureyrar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Lögð fyrir ráðið beiðni frístundaráðs til búnaðarkaupa fyrir árið 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir búnaðarkaup í Hlíðarfjalli að upphæð 3 milljónir króna og frestar afgreiðslu annarra liða.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 53. fundur - 01.04.2019

Lögð fyrir ráðið beiðni Menningarfélags Akureyrar til búnaðarkaupa fyrir árið 2019.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita Menningarfélagi Akureyrar 10 milljónir kr. til kaupa á ljósabúnaði í Hof.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 54. fundur - 12.04.2019

Lögð fyrir ráðið beiðni frístundaráðs til búnaðarkaupa fyrir árið 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita frístundaráði fjárveitingu að upphæð kr. 7 milljónir til kaupa á skorklukku í íþróttahúsið við Dalsbraut og kr. 10 milljónir til kaupa á Pump track hjólabraut við Oddeyrarskóla. Fjárveitingin skal rúmast innan framkvæmdaáætlunar 2019.