Heimili fyrir börn með verulegar þjónustuþarfir

Málsnúmer 2019010053

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1292. fundur - 09.01.2019

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið og lagði fram beiðni um 30 m.kr. aukafjárveitingu vegna húsakaupa og óskar eftir aukningu á innri húsaleigu sem nemur kr. 2.125.000 á ársgrundvelli.

Málinu vísað áfram til seinni umræðu.

Bæjarráð - 3623. fundur - 17.01.2019

Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 9. janúar 2019:

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið og lagði fram beiðni um 30 m.kr. aukafjárveitingu vegna húsakaupa og óskar eftir aukningu á innri húsaleigu sem nemur kr. 2.125.000 á ársgrundvelli.

Málinu vísað áfram til seinni umræðu.

Eva Hrund Einarsdóttir bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Hún vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Bæjarráð hafnar beiðninni en felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram í samstarfi við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og starfandi sviðsstjóra búsetusviðs í samræmi við umræður á fundinum.

Velferðarráð - 1297. fundur - 20.03.2019

Lögð er fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að flytja launakostnað milli kostnaðarstöðva þar sem þjónusta hefur ekki hafist í sérstöku úrræði fyrir fatlað fólk eins og áætlað var í fjárhagsáætlun.
Velferðarráð samþykkir beiðni um flutning launakostnaðar milli kostnaðarstöðva.