Naust 2 - ósk um viðræður og rekstrarleyfi fyrir "glamping" svæði

Málsnúmer 2018050291

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3600. fundur - 21.06.2018

Erindi dagsett 12. maí 2018 frá Magna Rúnari Magnússyni og Hörpu Birgisdóttur þar sem þau óska eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um rekstur á "glamping" (glamorous camping) á Naustum 2.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 294. fundur - 27.06.2018

Á fundi bæjarráðs þann 21. júní 2018 var erindi Magna Rúnars Magnússonar og Hörpu Birgisdóttur, dagsettu 12. maí 2018, um viðræður um rekstur á "glamping" (glamorous camping) á Naustum 2 vísað til skipulagsráðs.
Að mati skipulagsráðs er forsenda uppbyggingar að gerð verði breyting á bæði aðal- og deiliskipulagi svæðisins. Að mati ráðsins liggja ekki nægjanlegar upplýsingar fyrir til að taka ákvörðun um breytingu á skipulagi svæðisins. Skipulagsráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur og er afgreiðslu málsins því frestað.

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Lagt fram að nýju, erindi Magna Rúnars Magnússonar og Hörpu Birgisdóttur, dagsett 12. maí 2018, um viðræður um rekstur á "glamping" (glamorous camping) á Naustum 2. Var afgreiðslu málsins frestað á fundi skipulagsráðs þann 27. júní sl. og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að ræða við umsækjendur um framhald málsins. Kom Magni á fund sviðsstjóra þann 3. júlí sl. og í kjölfarið var sent inn nýtt erindi dagsett 4. júlí.
Forsenda uppbyggingar á svæðinu er að gerð verði breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins. Í nýstaðfestu aðalskipulagi sveitarfélagsins er umrætt svæði skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota þar sem heimilt er að nota þegar byggð hús til íbúðar.

Skipulagsráð telur að ekki séu forsendur að svo stöddu til að breyta stefnumörkun aðalskipulagsins og heimila uppbyggingu þjónustu í samræmi við fyrirliggjandi erindi.