Átak, félag fólks með þroskahömlun - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018050125

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1278. fundur - 16.05.2018

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 4. maí 2018 frá Hrafnhildi Jóhannesdóttur f.h. Átaks, félags fólks með þroskahömlun að upphæð kr. 6.100.000 til að stofna deild Átaks á Norðurlandi og stofna notendaráð fatlaðs fólks með þroskahömlun. Sótt er um lægri styrk ef ekki er hægt að verða við ofangreindri umsókn.
Velferðarráð fagnar fyrirhugaðri stofnun félagsins á Akureyri og samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 200.000 til að halda stofnfundinn.