Samningur um millistofnanaflutninga við Sjúkrahúsið á Akureyri

Málsnúmer 2018040281

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 31. fundur - 27.04.2018

Rætt um stöðu mála vegna samninga við SAk um millistofnanaflutninga.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að frá og með 1. maí 2018 verði rukkað fyrir millistofnanaflutninga samkvæmt gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 35. fundur - 26.06.2018

Lagður fram samningur við Sjúkratryggingar Íslands um sjúkraflutninga á þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri dagsettur 20. júní 2018. Samningurinn gildir frá 1. júní 2018 til og með 31. desember 2019.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3601. fundur - 28.06.2018

3. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 26. júní 2108:

Lagður fram samningur við Sjúkratryggingar Íslands um sjúkraflutninga á þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri dagsettur 20. júní 2018. Samningurinn gildir frá 1. júní 2018 til og með 31. desember 2019.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir samninginn.