Vaðlaheiðargöng - samkomulag vegna búnaðar í göngunum

Málsnúmer 2018030360

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 30. fundur - 13.04.2018

Lögð fram drög að samningi við Vaðlaheiðargöng hf um framlag til Slökkviliðs Akureyrar og Þingeyjarsveitar vegna Vaðlaheiðarganga.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að samningi með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

Bæjarráð - 3596. fundur - 26.04.2018

7. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 13. apríl 2018:

Lögð fram drög að samningi við Vaðlaheiðargöng hf um framlag til Slökkviliðs Akureyrar og Þingeyjarsveitar vegna Vaðlaheiðarganga.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að samningi með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

Bæjarstjóri kynnti samninginn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 35. fundur - 26.06.2018

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur, dagsettur 18. apríl 2018, við Vaðlaheiðargöng hf. um framlag til Slökkviliðs Akureyrar og Þingeyjarsveitar vegna Vaðlaheiðarganga.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.