Glerárgata og Þórunnarstræti - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýlögn

Málsnúmer 2018030227

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Erindi dagsett 8. mars 2018 þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi, í tengslum við 1. áfanga nýrrar Hjalteyrarlagnar, fyrir:

a) tengingu við lagnir sem þjóna Oddeyri

b) tenging við lögn sem flytur vatn í tank í Þórunnarstræti

c) ýmsar endurnýjanir lagna sem fyrir eru

d) leggja fyrstu 100 m af nýlögn í eystri gangstétt Þórunnarstrætis.

Framkvæmdin er samnýtt af þremur aðilum, þ.e. Norðurorku, Akureyrarbæ og Vegagerðinni. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna umbeðinna framkvæmda við dreifikerfið og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Hafa skal samband við lögreglu og umhverfs- og mannvirkjasvið Akureyrar vegna lokana gatna á verktímanum.