Erindi dagsett 8. mars 2018 þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi, í tengslum við 1. áfanga nýrrar Hjalteyrarlagnar, fyrir:
a) tengingu við lagnir sem þjóna Oddeyri
b) tenging við lögn sem flytur vatn í tank í Þórunnarstræti
c) ýmsar endurnýjanir lagna sem fyrir eru
d) leggja fyrstu 100 m af nýlögn í eystri gangstétt Þórunnarstrætis.
Framkvæmdin er samnýtt af þremur aðilum, þ.e. Norðurorku, Akureyrarbæ og Vegagerðinni. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Hafa skal samband við lögreglu og umhverfs- og mannvirkjasvið Akureyrar vegna lokana gatna á verktímanum.