Erindi dagsett 5. mars 2018 þar sem Benedikt Sigurðarson fyrir hönd Búfesti hsf., kt. 560484-0119, óskar eftir aðgengi að lóðum á þéttingarsvæði við Naust 3 og að undirbúningur hefjist að deiliskipulagi á reitnum með það fyrir augum að Búfesti hsf. komi að tillögu að forsögn og síðan útfærslu deiliskipulags svæðisins. Jafnhliða er óskað eftir upplýsingum um hvort Búfesti hsf. eigi möguleika á að koma að undirbúningi deiliskipulags þéttingarsvæða við Vestursíðu eða annars staðar í eldri hverfum bæjarins.
Það er stefna/vilji skipulagsráðs að einstakar lóðir þar verði auglýstar og úthlutað til umsækjenda að skipulagi loknu. Búfesti mun þá gefast tækifæri til að sækja um lóðirnar á jafnréttisgrundvelli. Búfesti hefur nú þegar vilyrði fyrir lóð á mun stærra þéttingarsvæði í Holtahverfi, og á næstunni verður hafið skipulag á stóru svæði meðfram Síðubraut og Borgarbraut. Tekin verður afstaða til aðkomu Búfesti að skipulagi þess hverfis verði þess óskað.