Breytingar á mannvirkjalögum - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2018030061

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 287. fundur - 14.03.2018

Erindi dagsett 2. mars 2018 þar sem Karl Björnsson fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga bendir á að nú eru í umsagnarferli breytingar á mannvirkjalögum.
Skipulagsráð gerir eftirfarandi athugasemdir:

Akureyrarbær gerir athugasemd við 12. gr., breytingu á 6. mgr. 29. gr. laganna, að byggingarstjóri annist úttekt eigin verka, enda hlýtur hann að teljast vanhæfur, jafnvel þótt hann hafi vottað gæðakerfi. Gera verður kröfu um að óháður aðili annist þessar úttektir.

Sama athugasemd á við 15. gr., breytingu á 34. gr. laganna a og b lið.

Tekið er undir athugasemd Sambands íslenskra sveitarfélaga að krafa um faggildingu eigi að eiga við um mannvirki umfram tiltekna stærð og vandastig, þ.e. að einfaldar framkvæmdir séu undanþegnar faggildingu, það er að ekki verði gerðar sömu kröfur um faggildingu til öryggis- og lokaúttekta og yfirferðar aðal- og séruppdrátta vegna einfaldari íbúðarhúsa/atvinnuhúsnæðis annarsvegar og flóknari mannvirkja hinsvegar, sem krefjast í mörgum tilvikum sérfræðiþekkingar.