Sunnuhlíð 12 - fyrirspurn hvort skrá megi bil 0204 og 0110 sem íbúðarhúsnæði

Málsnúmer 2018020465

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 287. fundur - 14.03.2018

Erindi dagsett 22. febrúar 2018 þar sem Jóhannes S. Ólafsson fyrir hönd IMPACT Lögmanna slf., kt. 590913-0650, leggur inn fyrirspurn um hvort breyta megi rýmum 0204 og 0110 í húsi nr. 12 við Sunnuhlíð í íbúðarhúsnæði.
Í gildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir íbúðum á reitnum þar sem hann er skilgreindur fyrir verslunarmiðstöð. Skipulagsráð tekur því neikvætt í fyrirspurnina.