Hvannavellir 10 - álitsbeiðni vegna byggingaráforma

Málsnúmer 2017120159

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 280. fundur - 10.01.2018

Erindi dagsett 14. desember 2017 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Hjálpræðishersins, kt. 621186-1409, óskar eftir áliti skipulagsyfirvalda á þeirri hugmynd að fjarlægja hús af lóð nr. 10 við Hvannavelli og byggja nýtt. Nýja húsið yrði fimm hæðir, neðri tvær ætlaðar starfsemi Hjálpræðishersins og íbúðir á efri hæðum. Meðfylgjandi eru frumdrög að nýju húsi. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra.
Skipulagsráð fagnar ósk um uppbyggingu á svæðinu en leggur áherslu á að tekið verði tillit til aðliggjandi byggðar og skuggavarps.