Blómsturvellir - umsókn um leiguland

Málsnúmer 2017110135

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3578. fundur - 30.11.2017

Erindi dagsett 8. nóvember 2017 frá Sveini Arnari Reynissyni þar sem óskað er eftir leigulandi í landi Blómsturvalla fyrir íbúðarhús. Meðfylgjandi er yfirlitsteikning.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar erindinu og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.