Drottningarbraut - umsókn um byggingarleyfi fyrir göngu- og hjólabrú

Málsnúmer 2017100314

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 19. október 2017 þar sem Arnar Birgir Ólafsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir göngu- og hjólabrú við Drottningarbraut. Brúin verður hluti af fjörustígnum sem fyrir er. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsráð getur fallist á útlit og form fyrirhugaðrar brúar og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 654. fundur - 16.11.2017

Erindi dagsett 19. október 2017 þar sem Arnar Birgir Ólafsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um byggingarleyfi fyrir göngu- og hjólabrú við Drottningarbraut. Brúin verður hluti af fjörustígnum sem fyrir er. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikninar 10. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 656. fundur - 30.11.2017

Erindi dagsett 19. október 2017 þar sem Arnar Birgir Ólafsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um byggingarleyfi fyrir göngu- og hjólabrú við Drottningarbraut. Brúin verður hluti af fjörustígnum sem fyrir er. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 21. nóvember 2017.
Stangengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.