Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu - endurskoðun

Málsnúmer 2017100305

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 22. september 2017 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, óskar eftir að sölubásar fyrir neðan Skátagil verði teknir og leiksvæði barna sett inn í staðinn.
Skipulagsráð vísar erindinu til endurskoðunar deiliskipulags miðbæjar og að þar verði skilgreint svæði fyrir söluvagna.