Þórunnarstræti 114 - fyrirspurn um fjölgun íbúða

Málsnúmer 2017100175

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 11. október 2017 þar sem Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd Arnars Þórs Jónssonar eiganda Þórunnarstrætis 114, óskar eftir umsögn/áliti skipulagsyfirvalda á breytingu eða fjölgun íbúða í húsi nr.114 við Þórunnarstræti.
Í Þórunnarstræti 114 er skráð ein íbúð, læknastofa og bílskúr. Í gildandi deiliskipulagi kemur fram að óheimilt sé að breyta fjölda íbúða í núverandi íbúðarhúsum, en ekki er getið um læknastofu á svæðinu né neinir sérskilmálar um Þórunnarstræti 114 hvað það varðar. Skipulagsráð telur fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár í stað læknastofu séu óverulegt frávik frá deiliskipulagsskilmálum í þessu tilviki, sem ætti að draga úr umferð að húsinu og væri þá jákvæð fyrir nágranna.

Skipulagsráð tekur því jákvætt í umbeðna fyrirspurn, en bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir breytingunni.