Gjaldskrár fræðslusviðs 2018

Málsnúmer 2017090102

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 16. fundur - 18.09.2017

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður reksturs fræðslusviðs fór yfir tillögur um gjaldskrár fyrir árið 2018.

Gert er ráð fyrir hækkun á vistunar- og fæðisgjöldum í leikskólum um 2,5%.

Þá er gert ráð fyrir að fæðisgjald í grunnskólum hækki um 1,5%.

Vistunargjald í Frístund hækkar um 2,5%.

Gjaldskrá tónlistarskólans hækkar um 2,5%.
Skólanefnd samþykkir framlagðar tillögur og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Fræðsluráð - 20. fundur - 20.11.2017

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar fór yfir fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá vegna systkinaafsláttar.
Fræðsluráð samþykkir að leggja til að systkinaafsláttur í leik- og grunnskólum og hjá dagforeldrum verði hækkaður úr 30% í 50% af dvalargjaldi með öðru barni frá næstu áramótum.

Kostnaður vegna umræddra breytinga er áætlaður 16,5 milljónir króna vegna ársins 2018.

Fræðsluráð vísar tillögunni til afgreiðslu í bæjarráði.