Barnabókasetur Íslands

Málsnúmer 2017090094

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 16. fundur - 18.09.2017

Erindi dagsett 8. september 2017 frá Brynhildi Þórarinsdóttur f. h. Barnabókaseturs þar sem hún fagnar nýrri læsisstefnu, "Læsi er lykillinn" en vekur jafnframt athygli á mikilvægi aðgerða í kjölfar stefnunnar m.a. með auknu fjárframlagi til barnabókakaupa.
Fræðsluráð þakkar bréf frá Barnabókasetri og góðar ábendingar um að auka lestraráhuga nemenda á markvissan hátt með greiðum aðgangi að fjölbreyttum og spennandi bókum.



Fræðsluráð leggur til að settar verði tvær milljónir króna til viðbótar til bókakaupa fyrir skólabókasöfn í skólum Akureyrar. Þessir fjármunir verði teknir af sameiginlegum lið.