Deiliskipulagsverkefni - umfang og forgangsröðun

Málsnúmer 2017090052

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 273. fundur - 13.09.2017

Lagðar eru fram tillögur að næstu deiliskipulagsverkefnum í Akureyrarkaupstað.
Tekið til umræðu.

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Lagðar eru fram tillögur að næstu deiliskipulagsverkefnum í Akureyrarkaupstað. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 11. október 2017.
Skipulagsráð samþykkir framlagða forgangsröðun og felur skipulagssviði að hefja forskoðun á svæðum við Naust 3, Síðubraut og svæði milli Laufásgötu og Hjalteyrargötu með hliðsjón af tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Sett verði af stað vinna við deiliskipulag hafnarsvæðis Grímseyjar.