Ystibær-Miðbær - Staðfesting á nýjum landamerkjum

Málsnúmer 2017080036

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 272. fundur - 30.08.2017

Erindi dagsett 14. ágúst 2017 þar sem Sæmundur Sæmundsson Unnur Sæmundsdóttir og Geir Sæmundsson leggja inn umsókn um að skipta jörðinni í þrjár lóðir. Meðfylgjandi er undirrituð staðfesting á tveimur nýjum lóðum úr jörðinni Ystabæ-Miðbæ í Hrísey með landnúmeri 152144. Meðfylgjandi er mæliblað með hnitsetningu á nýju lóðunum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins þar til fullnægjandi gögn hafa borist.

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 14. ágúst 2017 þar sem Sæmundur Sæmundsson, Unnur Sæmundsdóttir og Geir Sæmundsson leggja inn umsókn um að skipta jörðinni í fjórar lóðir. Meðfylgjandi er undirrituð staðfesting á þremur nýjum lóðum úr jörðinni Ystabæ-Miðbæ í Hrísey með landnúmeri 152144. Meðfylgjandi er mæliblað með hnitasetningu á nýju lóðunum.

Innkomin endurbætt umsókn og mæliblöð 26. september 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.