Norðurvegur 17 - fyrirspurn um lóð til umráða

Málsnúmer 2017070016

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Erindi dagsett 3.júlí 2017 þar sem Þórdís Katla Einarsdóttir óskar eftir breytingu á afmörkun lóðanna við Norðurveg 17 og 17b. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir við umhverfis- og mannvirkjasvið að bílar og tæki verða fjarlægð af lóð bæjarins og að lóðirnar verði útmældar samkvæmt lóðasamningi. Einnig er farið fram á að umhverfis- og mannvirkjasvið láti slá gras og hirða svæðið.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista vék af fundi kl. 11:05.

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Tekið fyrir að nýju erindi þar sem Þórdís Katla Einarsdóttir óskar eftir að sameina lóðirnar Norðurveg 17 og 17b í Hrísey samkvæmt mælingum og teikningu frá Karli M. Valtýssyni. Skipulagsráð frestaði erindinu 12. júlí 2017 og óskaði eftir útmælingu lóðanna samkvæmt fyrirliggjandi lóðasamningum.
Skipulagsráð samþykkir að lóðirnar verði sameinaðar en hafnar stækkun lóðarinnar að Brekkugötu.