Endurskoðun ársreikninga 2017-2022 - útboð

Málsnúmer 2017060207

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3564. fundur - 17.08.2017

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs gerði grein fyrir útboði á endurskoðun á reikningum bæjarins fyrir árin 2017-2022 og þeim tilboðum sem bárust.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að óska eftir að bjóðendur framlengi tilboð sín til og með 25. ágúst nk.

Bæjarráð - 3565. fundur - 24.08.2017

Tekið fyrir að nýju, 3. liður í fundargerð bæjarráðs 17. ágúst sl.:

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs gerði grein fyrir útboði á endurskoðun á reikningum bæjarins fyrir árin 2017-2022 og þeim tilboðum sem bárust.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að óska eftir að bjóðendur framlengi tilboð sín til og með 25. ágúst nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð telur tilboð Grant Thornton ógilt og samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðenda Enor ehf.

Bæjarráð - 3581. fundur - 28.12.2017

Farið yfir stöðu málsins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.