Davíðshagi 8 - umsókn um heimild til deiliskipulagsbreytingar

Málsnúmer 2017060142

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um heimild til að gera eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Davíðshaga:

1) Fjöldi íbúða verði 22 íbúðir - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að byggja 12 eða fleiri íbúðir og ráðist fjöldi af kröfum um bílastæði. Gagnvart bílastæðafjölda er hægt að byggja 22 íbúðir.

2) Óskað er eftir að byggja alls 1615 m² á lóðinni sem gefur nýtinguna 0,826 - lóðin er 1954,9 m² og nýting 0,72 sem gefur 1407,5 m² byggingarmagn samkvæmt skilmálum.

3) Svalir íbúða gangi 1,9 m út fyrir byggingarreit - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að fara 1,6 m út fyrir byggingarreit.

4) Byggingarreitur fyrir stigahús stækki um 0,6 m til norðurs.

5) Mesta vegghæð verði 11,1 m og mesta hæð verði 11,9 m - samkvæmt skilmálum eru þessar hæðir 10,3 m og 11,1 m. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr., eða 2. mgr. 43. gr. eða 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um heimild til að gera eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Davíðshaga:

1) Fjöldi íbúða verði 22 íbúðir - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að byggja 12 eða fleiri íbúðir og ráðist fjöldi af kröfum um bílastæði. Gagnvart bílastæðafjölda er hægt að byggja 22 íbúðir.

2) Óskað er eftir að byggja alls 1615 m² á lóðinni sem gefur nýtinguna 0,826 - lóðin er 1954,9 m² og nýting 0,72 sem gefur 1407,5 m² byggingarmagn samkvæmt skilmálum.

3) Svalir íbúða gangi 1,9 m út fyrir byggingarreit - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að fara 1,6 m út fyrir byggingarreit.

4) Byggingarreitur fyrir stigahús stækki um 0,6 m til norðurs.

5) Mesta vegghæð verði 11,1 m og mesta hæð verði 11,9 m - samkvæmt skilmálum eru þessar hæðir 10,3 m og 11,1 m.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. júní 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 12. júlí 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarráð - 3561. fundur - 13.07.2017

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 12. júlí 2017:

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um heimild til að gera eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Davíðshaga:

1) Fjöldi íbúða verði 22 íbúðir - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að byggja 12 eða fleiri íbúðir og ráðist fjöldi af kröfum um bílastæði. Gagnvart bílastæðafjölda er hægt að byggja 22 íbúðir.

2) Óskað er eftir að byggja alls 1615 m² á lóðinni sem gefur nýtinguna 0,826 - lóðin er 1954,9 m² og nýting 0,72 sem gefur 1407,5 m² byggingarmagn samkvæmt skilmálum.

3) Svalir íbúða gangi 1,9 m út fyrir byggingarreit - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að fara 1,6 m út fyrir byggingarreit.

4) Byggingarreitur fyrir stigahús stækki um 0,6 m til norðurs.

5) Mesta vegghæð verði 11,1 m og mesta hæð verði 11,9 m - samkvæmt skilmálum eru þessar hæðir 10,3 m og 11,1 m.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. júní 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 12. júlí 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.