Búsetusvið - skammtímavistun reglur 2018

Málsnúmer 2017060127

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1271. fundur - 07.02.2018

Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um skammtímavistun. Breytingarnar miða að því að tryggja forgang yngri þjónustuþega að þjónustunni og að skerpa á reglum um heimsóknir aðstandenda m.t.t. hagsmuna annarra notenda þjónustunnar.
Breytingar og athugasemdir notendaráðs ræddar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Velferðarráð - 1272. fundur - 21.02.2018

Áður á dagskrá fundar velferðarráðs þann 7. febrúar sl. Framhald umræðu um breytingar á reglum um skammtímavistun. Breytingarnar miða að því að tryggja forgang yngri þjónustuþega að þjónustunni og að skerpa á reglum um heimsóknir m.t.t. hagsmuna annarra notenda þjónustunnar.
Velferðarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar áfram til notendaráðs.