Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2017

Málsnúmer 2017030610

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3551. fundur - 06.04.2017

Erindi dagsett 29. mars 2017 frá Inga Björnssyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins miðvikudaginn 3. maí nk. í Skjólbrekku í Mývatnssveit, kl. 13:00.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs í fjarveru bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Bæjarráð - 3557. fundur - 01.06.2017

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 24. maí 2017 frá Inga Björnssyni fyrir hönd stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til aukaársfundar Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður fimmtudaginn 22. júní nk. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri kl. 13:00.

Kjörnir fulltrúar frá ársfundi 3. maí sl. eiga rétt til setu á fundinum og að greiða atkvæði.