Norðurslóð - skilti, vistgata, lýsing

Málsnúmer 2017030152

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Erindi dagsett 15. mars 2017 þar sem Gunnar Rúnar Gunnarsson fyrir hönd Háskólans á Akureyri, kt. 520687-1229, sækir um breytingar á skiltum við Háskólann, Norðurslóð 2, og að breyta svæðinu í kring í vistgötu. Einnig er sótt um að fá að setja merkingar við klukkuna. Lýsing á fjölförnum leiðum að Háskólanum er lítil og er óskað eftir að bætt sé úr því.
Frestað.

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Erindi dagsett 15. mars 2017 þar sem Gunnar Rúnar Gunnarsson fyrir hönd Háskólans á Akureyri, kt. 520687-1229, sækir um breytingar á skiltum við Háskólann, Norðurslóð 2 og að breyta svæðinu í kring í vistgötu. Einnig er sótt um að fá að setja merkingar við klukkuna. Lýsing á fjölförnum leiðum að Háskólanum er lítil og er óskað eftir að bætt sé úr því. Skipulagsráð frestaði erindinu 29. mars 2017.
Umbeðin uppsetning skilta er ekki í samræmi við núverandi reglur um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrar frá 2011. Á grundvelli þeirrar samþykktar er ekki hægt að samþykkja þann hluta erindisins. Í athugun er hvort endurskoða skuli reglurnar.

Ekki er talin þörf á að gera göturnar við Háskólann að vistgötum miðað við forsendur í dag og er því þeim hluta erindisins hafnað.

Skipulagsráð samþykkir merkingar við klukkuna.

Varðandi lýsingu er þeim þætti erindisins vísað til umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.