Glerárgata 7 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017020148

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Norðureigna ehf., kt. 461195-2029, sækir um breytingu á deiliskipulagi austan Glerárgötu 7. Óskað er eftir að akreinum verði hagrætt þannig að rútur hafi aðstöðu til að hleypa farþegum út við væntanlegt hótel. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að skoða erindið með hliðsjón af vinnu með Vegagerðinni um öryggismál Glerárgötu.

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Norðureigna ehf., kt. 461195-2029, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 7 við Glerárgötu. Óskað er eftir að akreinum á Glerárgötu verði hagrætt þannig að rútur hafi aðstöðu til að hleypa farþegum út austan lóðarinnar nr. 7 við Glerárgötu.

Skipulagsráð fól skipulagssviði að skoða erindið með hliðsjón af vinnu með Vegagerðinni um öryggismál Glerárgötu.

Umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir, dagsett 10. október 2017. Vegagerðin mælist gegn því að veitt verði heimild til þess að setja vasa fyrir rútur meðfram Glerárgötu vegna öryggis óvarinna vegfarenda. Lagt er til að aðrir kostir verði skoðaðir og bendir t.d. á stæði fyrir rútur á Geislagötu milli Smáragötu og Gránufélagsgötu á deiliskipulagi.
Umbeðið rútustæði er á þjóðvegi 1, sem er stofnbraut, of nálægt gatnamótum við Gránufélagsgötu til norðurs og umferðarljósum við Strandgötu til suðurs. Skipulagsráð tekur undir umsögn Vegagerðarinnar og hafnar erindinu.