Strandgata 13 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð

Málsnúmer 2017020139

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi dagsett 23. febrúar 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd AJS fasteigna ehf., kt. 420502-2570, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á skipulagi á 2. hæð. Áætlað er að breyta hluta skrifstofu í íbúðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsráð frestar erindinu þar sem ekki liggur fyrir umsögn frá Minjastofnun í samræmi við 6. gr. laga um húsafriðun nr. 104/2001, en húsið er byggt 1907.

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Erindi dagsett 23. febrúar 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd AJS fasteigna ehf., kt. 420502-2570, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á skipulagi á 2. hæð. Áætlað er að breyta hluta skrifstofu í íbúðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

Innkomin umsögn Minjastofnunar 21. mars 2017.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 627. fundur - 06.04.2017

Erindi dagsett 23. febrúar 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd AJS fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð á Strandgötu 13. Áætlað er að breyta hluta skrifstofu í íbúðir. Meðfylgjandi er teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.