Erindi varðandi stórar lóðir með litlu byggingarmagni

Málsnúmer 2017020130

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Á fundi sínum þann 23. febrúar 2017 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 3. lið úr fundargarð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. febrúar 2017.

Davíð Reynisson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Hann er eigandi Rekverks. Hann flutti fyrirtækið til Hörgárbyggðar þar sem hann fékk ekki lóð á Akureyri sem hentar fyrirtækinu og benti á að önnur fyrirtæki séu í sömu stöðu. Vantar stórar lóðir með litlu byggingarmagni segir hann.
Á fundi sínum 15. febrúar 2017 fól skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að skoða þörf og væntingar til atvinnuhúsalóða.

Skipulagsráð vísar erindinu til þeirrar vinnu.