Grafíkverkstæði í Deiglunni - framtíðarnýting húsnæðisins

Málsnúmer 2017020088

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 225. fundur - 16.02.2017

Guðmundur Ármann Sigurjónsson formaður Gilfélagsins og Ingibjörg Stefánsdóttir fulltrúi í stjórn félagsins, komu á fundinn og gerðu grein fyrir óskum félagsins um að í framtíðinni verði komið á fót grafíkverkstæði og sýningaraðstöðu í Deiglunni sem félagið hyggst annast og reka.

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri menningarmála og viðburða á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Guðmundi og Ingibjörgu fyrir kynninguna og mun vinna áfram að erindi félagsins.