Atvinnuþróunarfélag Eyjarfjarðar - framlag sveitarfélaga

Málsnúmer 2017020020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3543. fundur - 09.02.2017

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 5. febrúar 2017 frá Sigmundi Einari Ófeigssyni framkvæmdastjóra AFE fyrir hönd stjórnar AFE þar sem eftirfarandi kemur fram:

Líkt og kynnt var á haustfundi Atvinnuþróunarfélagsins í nóvember sl. mun stjórn AFE leggja til 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga á aðalfundi félagsins í apríl næstkomandi, hækkunin mun þá gilda afturvirkt frá áramótum 2016/2017.

Framlag per íbúa mun þá hækka úr 1.388 kr. í 1.666 kr. Þessi hækkun er nauðsynleg rekstri félagsins þar sem hækkanir undanfarinna ára hafa aðeins tekið mið af neysluvísitölu. Því er hér um að ræða uppsafnað misgengi milli launa- og neysluvísitölu undanfarinna ára.