Bílastæði við Gránufélagsgötu - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2017010519

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 253. fundur - 01.02.2017

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs sækir um framkvæmdarleyfi fyrir bílastæði norðan Gránufélagsgötu austan Laxagötu. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir staðsetningu.
Framkvæmdin er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag og samþykkir skipulagsráð útgáfu framkvæmdarleyfis fyrir jarðvegsskiptum á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs sækir um framkvæmdarleyfi fyrir bílastæði norðan Gránufélagsgötu austan Laxagötu. Skipulagsráð samþykkti framkvæmdarleyfi fyrir jarðvegsskiptum á fundi 1. febrúar 2017.

Nú er óskað eftir leyfi til lokafrágangs. Meðfylgjandi er hönnunarteikning.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdarinnar sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.