Skipulagsráð

253. fundur 01. febrúar 2017 kl. 08:00 - 10:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.

Formaður ráðsins bar upp ósk um að bæta inn á dagskrá lið 3, Landsnet - mat á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3.

1.Bílastæði við Gránufélagsgötu - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2017010519Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs sækir um framkvæmdarleyfi fyrir bílastæði norðan Gránufélagsgötu austan Laxagötu. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir staðsetningu.
Framkvæmdin er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag og samþykkir skipulagsráð útgáfu framkvæmdarleyfis fyrir jarðvegsskiptum á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

2.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Fram haldið umræðu um Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030. Lögð fram uppfærð greinargerð dagsett 26. janúar 2017 og uppfærður uppdráttur dagsettur 31. janúar 2017. Lögð fram samantekt á innkomnum umsögnum og athugasemdum innan bæjarkerfisins með tillögu um svör og viðbrögð við þeim. Lögð fram uppfærð umhverfisskýrsla dagsett 26. janúar 2017. Lagðar fram tillögur að nýjum þéttingarreitum.
Frestað.

3.Landsnet - mat á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3

Málsnúmer 2016120162Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 16. desember 2016 þar sem Friðrika Marteinsdóttir f.h. Landsnets hf. upplýsir landeigendur á fyrirhugaðri línuleið Hólasandslínu 3 um vinnu við mat á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi eru drög að matsáætlun.

Óskað er eftir athugasemdum við drögin fyrir 18. janúar 2017.
Skipulagsráð fagnar því að vinna eigi sér nú stað við umhverfismat Hólasandslínu 3 enda brýnt að hraða framkvæmdum eftir getu og stuðla þannig að bættu afhendingaröryggi raforku inn á Eyjafjarðarsvæðið - enda ekki vanþörf á.

Eftirfarandi eru þau atriði sem skipulagsráð Akureyrarbæjar áréttar að verði fylgt sérstaklega eftir við framkvæmd umhverfismats Hólasandslínu 3.

1. Skipulagsráð leggur áherslu á að fram fari beinn samanburður í umhverfismati á tillögum um loftlínu og jarðstreng gegnum land Akureyrarkaupstaðar, þar sem horft verður sérstaklega á áhrif á þéttbýli, fólkvang á Glerárdal og ferðaþjónustu samanber viðmið í stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

2. Áhrif á flugöryggi. Samkvæmt tillögu er ekki fyrirhugað að meta mismunandi áhrif línu og strengs í Eyjafirði (Sjá kafla 5.6) á flugöryggi við Akureyrarflugvöll, sem er þó grunnur að stefnu stjórnvalda um raflínur og flugöryggi (kafli 2.4.2.2.).

3. Áhrif á farveg Eyjafjarðarár við þverun jarðstrengs. Sjá kafla 5.6.3.1. Vantar að greina hvaða kostur hefur lágmarksáhrif. Samkvæmt tillögu verður undirborun ekki skoðuð, en hún er t.d. fyrsti valkostur við samskonar aðstæður í Danmörku, þar sem aðferðin raskar ekki farvegi árinnar.

4. Að metnar verði tvær leiðir jarðstrengja milli Rangárvalla og Vaðlaheiðar. Annars vegar upphafleg tillaga Landsnets og hins vegar leið sem byggir á samnýtingu strengleiðar og reiðstíga.



Skipulagsráð bendir á að Aðalskipulag Akureyrarbæjar fyrir 2018-2030 er nú í endurskoðun og er áætluð gildistaka vorið 2018. Ráðið lýsir sig reiðubúið til samvinnu þannig að nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi vegna Hólasandslínu 3 geti haldist í hendur við endurskoðun skipulagsins.

Fundi slitið - kl. 10:50.