Oddeyrargata 36 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010515

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 254. fundur - 08.02.2017

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Hilmars Gunnarssonar óskar eftir að fá að gera breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar norðan Oddeyrargötu 36. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Hilmars Gunnarssonar óskar eftir að fá að gera breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar norðan Oddeyrargötu 36. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 1. mars 2017 og unnin af Valþóri Brynjarssyni hjá Kollgátu. Lagðir fram minnispunktar sviðsstjóra skipulagssviðs.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Vegna ákvæða í deiliskipulagi svæðisins um samræmi viðbyggingar við útlit hússins og aðliggjandi byggð áskilur skipulagsráð sér rétt til að fjalla um útlitsteikningar af viðbyggingunni, og meta hvort þessi ákvæði um samræmi eru uppfyllt, og samræmis gætt við byggingarlistastefnu Akureyrar.

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Hilmars Gunnarssonar óskar eftir að fá að gera breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Oddeyrargötu 36. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Erindið var grenndarkynnt frá 23. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2017.

Ein athugasemd barst:

1) Aðalheiður Steingrímsdóttir og Þröstur Ásmundsson, dagsett 20. apríl 2017.

Lagst er gegn fyrirhuguðum breytingum vegna viðbyggingar við Oddeyrargötu 36.

a) Talið er að gengið sé gegn gildandi ákvæðum deiliskipulags um samræmi viðbyggingar við útlit hússins og aðliggjandi byggð og gegn því samræmi sem byggingarlistastefna Akureyrar felur í sér.

b) Breytingarnar raska mjög því samræmi sem er á fjarlægð milli húsa og þeirri línu og heildarmynd sem er á svæðinu hvað það varðar.

c) Ekki koma fram upplýsingar um tilgang fyrirhugaðra breytinga. Lagst er gegn breytingunum ef tilgagnurinn er að koma upp íbúðum fyrir ferðamenn.
Svar við athugasemd:

a) Ekki er mögulegt að meta samræmi viðbyggingarinnar við útlit hússins og byggingarlistastefnu fyrr en í hönnun. Skipulagsráð áréttar því fyrri bókun sína frá 15. mars 2017. Vegna ákvæða í deiliskipulagi svæðisins um samræmi viðbyggingar við útlit hússins og aðliggjandi byggð áskilur skipulagsráð sér rétt til að fjalla um útlitsteikningar af viðbyggingunni, og meta hvort þessi ákvæði um samræmi eru uppfyllt, og samræmis gætt við byggingarlistastefnu Akureyrar.

b) Fjarlægð frá viðbyggingu að lóðamörkum Oddeyrargötu 34 og 36 verður að lágmarki 2,4 m. Fjarlægð frá lóðamörkum að Oddeyrargötu 34 er 6,1 m. Heildarfjarlægð milli húsa verður því að lágmarki 8,5 m.

c) Á skipulagsuppdrætti kemur fram að fyrirhuguð viðbygging muni hýsa anddyri fyrir kjallara. Verönd verður þar ofan á og nýr inngangur á 1. hæð. Heimilt er að hafa eina íbúð í húsinu.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3414. fundur - 02.05.2017

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 26. apríl 2017:

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Hilmars Gunnarssonar óskar eftir að fá að gera breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Oddeyrargötu 36. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Erindið var grenndarkynnt frá 23. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2017.

Ein athugasemd barst:

1) Aðalheiður Steingrímsdóttir og Þröstur Ásmundsson, dagsett 20. apríl 2017.

Lagst er gegn fyrirhuguðum breytingum vegna viðbyggingar við Oddeyrargötu 36.

a) Talið er að gengið sé gegn gildandi ákvæðum deiliskipulags um samræmi viðbyggingar við útlit hússins og aðliggjandi byggð og gegn því samræmi sem byggingarlistastefna Akureyrar felur í sér.

b) Breytingarnar raska mjög því samræmi sem er á fjarlægð milli húsa og þeirri línu og heildarmynd sem er á svæðinu hvað það varðar.

c) Ekki koma fram upplýsingar um tilgang fyrirhugaðra breytinga. Lagst er gegn breytingunum ef tilgangurinn er að koma upp íbúðum fyrir ferðamenn.

Svar við athugasemd:

a) Ekki er mögulegt að meta samræmi viðbyggingarinnar við útlit hússins og byggingarlistastefnu fyrr en í hönnun. Skipulagsráð áréttar því fyrri bókun sína frá 15. mars 2017. Vegna ákvæða í deiliskipulagi svæðisins um samræmi viðbyggingar við útlit hússins og aðliggjandi byggð áskilur skipulagsráð sér rétt til að fjalla um útlitsteikningar af viðbyggingunni, og meta hvort þessi ákvæði um samræmi eru uppfyllt, og samræmis gætt við byggingarlistastefnu Akureyrar.

b) Fjarlægð frá viðbyggingu að lóðamörkum Oddeyrargötu 34 og 36 verður að lágmarki 2,4 m. Fjarlægð frá lóðamörkum að Oddeyrargötu 34 er 6,1 m. Heildarfjarlægð milli húsa verður því að lágmarki 8,5 m.

c) Á skipulagsuppdrætti kemur fram að fyrirhuguð viðbygging muni hýsa anddyri fyrir kjallara. Verönd verður þar ofan á og nýr inngangur á 1. hæð. Heimilt er að hafa eina íbúð í húsinu.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.