Stofnun starfshóps um næringu aldraðra

Málsnúmer 2017010190

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1245. fundur - 18.01.2017

Á fundi bæjarstjórnar þann 3. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Bæjarstjórn óskar eftir því að velferðarráð Akureyrarbæjar hafi forgöngu um stofnun starfshóps um næringu aldraðra sem búa í heimahúsum. Markmið starfshópsins er að greina vandann og koma með tillögur að umbótum. Í starfshópinum verði fulltrúar frá Heilsugæslu, heimahjúkrun, Öldrunarheimilum Akureyrar og öðrum sem að málunum koma".
í kjölfar bókunar frá 3. janúar sl. hefur velferðarráð rætt þessi mál og frestar umræðu til næsta fundar.

Velferðarráð - 1246. fundur - 01.02.2017

Velferðarráð samþykkir að skipað verði í starfshóp um næringu eldri borgara með hliðsjón af ákvæðum laga um þjónustuhóp aldraðra og óska tilnefninga frá þeim aðilum og með þeim hæfnisskilyrðum sem þar eru tilgreind.

Velferðarráð felur Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs að tilnefna tvo fulltrúa Akureyrarbæjar í starfshópinn og senda erindi til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Félags eldri borgara á Akureyri um tilnefningu fulltrúa í starfshópinn.