ÖA - undanþágubeiðnir frá kröfulýsingu velferðarráðuneytis

Málsnúmer 2016120182

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1245. fundur - 18.01.2017

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S Guðmundsson, kynnti þrjár beiðnir sem sendar voru af hálfu ÖA, um undanþágur frá kröfulýsingu velferðarráðuneytisins. Beiðnirnar eru sendar með vísan til rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila.
Halldóri S Guðmundssyni þakkað fyrir kynninguna.

Velferðarráð - 1246. fundur - 01.02.2017

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, greindi frá framlengingu á fresti, til að skila undanþágubeiðnum til Sjúkratrygginga Íslands vegna kröfulýsingar. Til viðbótar við áðursendar beiðnir, hefur ÖA sent inn beiðni um undanþágu frá viðmiðum landlæknis um mönnun, og er í því samhengi vísað til fylgiskjala kröfulýsingar og rammasamnings.

Velferðarráð - 1250. fundur - 05.04.2017

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram og kynnti afgreiðslu Sjúkratrygginga á beiðnum ÖA um undanþágu frá körfulýsingu.

Ein undanþágubeiðnin varðaði kröfu um næringarrekstrarfræðing og var hún samþykkt.

Þremur beiðnum var hafnað, en þær voru um lín, mönnun og húsnæði.

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa brugðist við þessum og öðrum afgreiðslum á undanþágubeiðnum og mæla með að afgreiðslum verði skotið til velferðarráðuneytisins til úrskurðar.
Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Velferðarráð - 1255. fundur - 21.06.2017

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá framvindu mála vegna undanþágubeiðna frá kröfulýsingu sbr. bréf Sjúkratrygginga Íslands dagsett 16. júní sl. um að beiðnir verði yfirfarnar að nýju.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.