Þekkingarvörður ehf

Málsnúmer 2016110115

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3534. fundur - 08.12.2016

Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Þorsteinn Gunnarsson fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir málefni félagsins Þekkingarvörður ehf. Félaginu er ætlað að vera bakhjarl fyrir fræðimenn við Háskólann á Akureyri sem stunda rannsóknir eða þekkingaröflun við ýmis þróunarverkefni eða við frumkvöðlavinnu.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fjárhagslega endurskipulagningu félagsins og að taka þátt í hlutafjáraukningu fyrir allt að kr. 500.000.


Preben Jón Pétursson Æ-lista greiddi atkvæði gegn ofangreindri bókun bæjarráðs.

Ég tel að Akureyrarbær eigi ekki að auka við hlutafé í félögum sem ekki hefur nein skilgreind verkefni í gangi, heldur eigi að styðja við og hlúa að þeim lögskyldu verkefnum sem bæjarfélagið hefur. Ef veita á styrki þá skuli það gert til skilgreindra verkefna.