Ægisnes 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090044

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Erindi dagsett 7. september 2016 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Norðurbiks ehf., kt. 410704-2260, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ægisnes 2.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Erindi dagsett 7. september 2016 þar sem Logi Már Einarsson fyrir hönd Norðurbiks ehf., kt. 410704-2260, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ægisnes 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 28. september 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands.

Skipulagsnefnd - 246. fundur - 09.11.2016

Erindi dagsett 7. september 2016 þar sem Logi Már Einarsson fyrir hönd Norðurbiks ehf., kt. 410704-2260, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ægisnes 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt frá 5. október og var athugasemdafrestur til 5. nóvember 2016.

Engin athugasemd barst.

Óskað var eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og barst hún 28. október 2016.

Engar fornleifar eru þekktar á hinu breytta skipulagssvæði og eru því ekki gerðar athugasemdir.

Athygli er þó vakin á lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3402. fundur - 15.11.2016

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 9. nóvember 2016:

Erindi dagsett 7. september 2016 þar sem Logi Már Einarsson fyrir hönd Norðurbiks ehf., kt. 410704-2260, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ægisnes 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt frá 5. október og var athugasemdafrestur til 5. nóvember 2016.

Engin athugasemd barst.

Óskað var eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og barst hún 28. október 2016.

Engar fornleifar eru þekktar á hinu breytta skipulagssvæði og eru því ekki gerðar athugasemdir.

Athygli er þó vakin á lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.