Þórunnarstræti 126 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080016

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 596. fundur - 11.08.2016

Erindi dagsett 5. ágúst 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. GB bygg ehf.,

kt. 491208-0900, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 126 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi eru fyrirspurnarteikningar.
Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið. Form hússins er aðlagað að nokkrum húsum i götunni, en útlit hússins er vel leyst. Bent skal á að huga þarf betur að aðgengismálum fatlaðra og fleiri atriðum.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 599. fundur - 01.09.2016

Erindi dagsett 5. ágúst 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd GB bygg ehf.,

kt. 491208-0900, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 126 við Þórunnarstræti. Innkomnar teikningar 26. ágúst 2016 eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 600. fundur - 08.09.2016

Erindi dagsett 5. ágúst 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd GB bygg ehf.,

kt. 491208-0900, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 126 við Þórunnarstræti samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 7. september 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 606. fundur - 27.10.2016

Erindi dagsett 24. október 2016 þar sem Björn Þór Guðmundsson fyrir hönd GB bygg ehf., kt. 491208-0900, sækir um leyfi til að staðsetja byggingarkrana 1,8 metrum út fyrir lóðarmörk vegna þrengsla og hárra trjáa við lóðina nr. 126 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið með fyrirvara um að girðing umhverfis kranann verði uppi á gangstétt.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 630. fundur - 11.05.2017

Erindi dagsett 4. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd GB Bygg ehf., kt. 491208-0900, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Þórunnarstræti 126. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 640. fundur - 21.07.2017

Erindi dagsett 21. júlí 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, og Sigurlaugar A. Gunnarsdóttur, kt. 131266-5889, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum fyrir Þórunnarstræti 126. Um er að ræða breytingu á bílastæðum við húsið. Meðfylgjandi eru teikningar mótteknar 19. júlí 2017 eftir Loga Einarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.